Snorri hefur leik í heimsbikarnum á morgun - Covid kom í veg fyrir þátttöku í dag

Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus

Þrátt fyrir veiruástandið í heiminum er heimsbikarinn í skíðagöngu hafinn. Venju samkvæmt er fyrsta keppnishelgin í Ruka (Finnlandi) þar sem keppt er frá föstudegi til sunnudags í svokölluðu litlu mót (mini-tour). Það virkar þannig að sigurvegari helgarinnar sem sá sem stendur sig best samanlagt úr öllum keppnum.

Keppnisfyrirkomulag hjá körlum
Föstudagur 27.nóv - Sprettganga, hefðbundin aðferð
Laugardagur 28.nóv - 15 km, hefðbundin aðferð - Ráslisti
Sunnudagur 29.nóv - 15 km, frjáls aðferð með eltiræsingu

Snorri fékk því miður ekki að ræsa í sprettgöngu dagsins þar sem íslenska liðið var sett í einangrun á mótsstað. Til að gera langa sögu stutta reyndist jákvætt hrað covid-test hjá öðrum þjálfara íslenska liðsins vera falskt við komu á mótsstað, en því miður náðist ekki að fá niðurstöðu í málið fyrr en of seint, þegar sprettganga dagsins var hafin. Snorri náði því ekki að hefja leik eins og áður segir og í raun úr leik í keppninni þar sem það þarf að ræsa í þeirri fyrstu til að halda áfram. Á fundi mótshaldara eftir sprettgönguna var hinsvegar samþykkt að Snorri fengi að taka þátt um helgina þar sem prófið reyndist falskt ásamt því að mótshaldaranum tókst ekki að fá niðurstöðu nógu snemma.

Snorri hefur því leik á morgun þegar keppt er í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð. Hann fer að stað nr. 4 af öllum keppendum eða kl. 11:47 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með lifandi tímatöku hér ásamt því að horfa í sjónvarpinu á stöðvum eins og Eurosport, NRK og SVT.

Allar upplýsingar og úrslit má finna hér.