Snorri Einarsson í 36.sæti á Ítalíu

Snorri Einarsson í dag. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson í dag. Mynd: Nordic Focus

Seinni keppnisdagurinn á heimsbikarmótinu í Cogne á Ítalíu fór fram í dag. Keppt var í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð. Veðrið á staðnum var mjög gott, sól og blíða og aðstæður í brautinni með besta móti.

Snorri Einarsson hafði rásnúmer 3 og átti fína göngu og endaði í 36.sæti. Rússinn Alexander Bolshunov var í sérflokki og sigraði með miklum yfirburðum.

Heildarúrslit má sjá hér.

Á morgun ferðast Snorri til Seefeld þar sem HM í skíðagöngu hefst á næstu dögum. Aðrir keppendur sem taka þátt á HM ferðuðust til Seefeld í dag.