SMÍ 2018 - Elsa Guðrún og Isak sigruðu í sprettgöngu

Frábærar aðstæður voru í Bláfjöllum
Frábærar aðstæður voru í Bláfjöllum

Rétt í þessu lauk sprettgöngu á Skíðamóti Íslands en það var jafnframt fyrsta keppnisgrein mótsins þetta árið. Keppt var í blíðskapar veðri í Bláfjöllum, flottar aðstæður voru en þó var smá vindur á svæðinu. Keppnin var gríðarlega spennandi og þá sérstaklega hjá körlunum.

Íslandsmeistarar í sprettgöngu
Elsa Guðrún Jónsdóttir og Isak Stianson Pedersen

Þar sem mótið er alþjóðlegt FIS mót eru erlendir keppendur en þeir geta þó ekki orðið Íslandsmeistarar. Hér má nálgast öll úrslit frá deginum en hér að neðan má sjá þrjá efstu Íslendingana í hvorum flokki.

Konur
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar
2. Kristrún Guðnadóttir - Skíðagöngufélagið Ullur
3. Sólveig María Aspelund - Skíðafélag Ísfirðinga

Karlar
1. Isak Stianson Pedersen - Skíðafélag Akureyrar
2. Snorri Eyþór Einarsson - Skíðagöngufélagið Ullur
3. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísfirðinga

Öll alþjóðleg FIS úrslit verður hægt að sjá hér.