Skíðamót Íslands í skíðagöngu 22.-24.apríl í Hlíðarfjalli

Ákvörðun hefur verið tekin að halda Skíðamót Íslands í skíðagöngu (17 ára og eldri) í Hlíðarfjalli dagana 22.-24.apríl næstkomandi, samhliða Andrésar Andar leikunum. SMÍ verður haldið eftir að keppni á Andrés verður lokið og því munu hóparnir ekki skarast. Að sjálfsögðu verður farið eftir sóttvarnarreglum í einu og öllu. Hægt er að sjá dagskrá og frekari upplýsingar hér.

Varðandi önnur mót sem eftir á að halda er ennþá verið að skoða með dagsetningar og framkvæmd á þeim en ljóst er að önnur mót verða ekki haldin fyrir eða samhliða Andrés. Við sendum út upplýsingar um leið og endanleg ákvörðun liggur fyrir.