SKÍ flytur skrifstofuna

Skíðasamband Íslands hefur flutt skrifstofu sína á Akureyri. Áður var skrifstofan til húsa í Glerárgötu 26 en er núna komin í Íþróttahöllina við Skólastíg. Er skrifstofan staðsett á eftri hæð í norður hluta hússins og er gengið inn um neðri inngang. Eins og staðan er núna liggur síminn niðri (514-4094) og verið er að vinna að því að klára tengingu á línunni.