Samæfing fyrir 12-15 ára í alpagreinum

Í ljósi þess að Skíðafélag Akureyrar ætlar ekki að standa fyrir Andrésar æfingarbúðum eins og undanfarin ár hefur Skíðasambandið ákveðið að vera með samæfingar í alpagreinum fyrir 12-15 ára á Dalvík. Samæfingin ferð fram 18.-20.apríl eða á sömu dögum og Andrésar æfingabúðirnar hafa verið.

Dagskrá:

Mánudagur 18. apríl
Kl. 20-21 Mæting í Brekkusel

Þriðjudagur 19. Apríl
Kl. 07:00 - Morgunverður
Kl. 08:00 - Æfing
Kl. 10:00 - Kaffihlé
Kl. 10:30 - Æfing
Kl. 12:30 - Hádegismatur
Kl. 14:00 - Æfing
Kl. 16:00 - Skokk, teygjur og sund
Kl. 19:00 - Kvöldmatur
Kl. 20:00 - Kvöldvaka/klifurveggur/púttkeppni/Bíó
Kl. 22:00 - Svefn

Miðvikudagur 20. Apríl
Kl. 07:00 - Morgunverður
Kl. 08:00 - Æfing/tímatökur
Kl. 12:00 - Hádegisverður
Kl. 13:30 - Samantekt og brottför

Þjálfarar
Tveir þjálfarar frá SKÍ og fjórir þjálfarar frá Skíðafélagi Dalvíkur

Gisting
Brekkusel og Mímisbrunnur

Matur
Foreldrarfélag Skíðafélags Dalvíkur sér um allan mat á æfingunum og verður hann í Brekkuseli

Kostnaður við samæfingu verður 15.000 kr. per iðkenda og inní því er fullt fæði, gisting, lyftukort, afþreying o.fl. Allir þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir til og frá Dalvíkur.

Skráningar skulu sendar á ski@ski.is í síðasta lagi fimmtudaginn 14.apríl. Allar skráningar skulu koma beint frá hverju félagi en ekki frá hverjum iðkenda.