Samæfing 12-15 ára í alpagreinum í Bláfjöllum

Helgina 27.-29. desember n.k., verður haldin samæfing í alpagreinum fyrir 12-15 ára (f. 2004-2007) í Bláfjöllum. 

Æfingin er opin öllum iðkendum og er í umsjá Skíðadeildar Ármanns í Bláfjöllum.

Mæting er í skíðaskála Ármann föstudaginn 27. Des. kl. 16:00 og hefjast æfingar kl. 17:30.  Gist verður í skíðaskála Ármanns í Bláfjöllum.

Boðið verður uppá kvöldmat á föstudag, morgun-, hádegis- og kvöldmat á laugardag, og morgun- og hádegismat á sunnudag.  Þátttakendur þurfa að hafa með sæng/svefnpoka, kodda og lak. Einnig þarf að hafa með sér fatnað fyrir öll veður.

Nokkrir þjálfarar munu sjá um æfinguna og verður m.a. Grímur Rúnarsson, landsliðsþjálfari SKÍ, viðstaddur æfinguna ásamt meðlimum úr landsliðum SKÍ. 


Dagskrá æfinga: 

Föstudagur 27. Des.:

  • Mæting kl. 16:00
  • Æfingar 17:30-20:00

Laugardagur 28. Des.:

  • Æfingar 10:00-12:30 og 14:00-17:00

Sunnudagur 29. Des.:

  • Æfingar 10:00-13:00    

Nánari upplýsingar gefur Sturla Höskuldsson, afreksstjóri SKÍ á netfangið sturla@ski.is eða í síma 868-4785.  
Þau félög sem vilja taka þátt í samæfingunni þurfa að senda skráningu á sturla@ski.is í síðasta lagi mánudaginn 23. des.  
Í skráningunni þurfa að koma fram upplýsingar nöfn og fjölda þátttakenda, hvort sem um ræðir iðkendur eða þjálfara.

Kostnaður við hvern þátttakenda er 10.000 kr.  
Hver þátttakandi þarf að millifæra inná reikning Skíðasambands Íslands (kt. 590269-1829 – rk. 162-26-3860).  
Félag getur millifært fyrir alla sína iðkendur ef vilji er fyrir því.

Með skíðakveðju,

SKÍ og Skíðadeild Ármanns