PyeongChang 2018 - Undirbúningur á fullu (myndir)

ÓL hópurinn mætti til S-Kóreu seint á laugardaginn síðasta (3.feb) eftir rúmlega 30 klst ferðalag. Þátttakendur tóku því rólega fyrsta daginn en eftir það fóru æfingar á fullt. Æfingarnar hafa gengið virkilega vel en aðstæður eru eins og þær gerast bestar fyrir báðar greinar. Mikið frost var fyrstu dagana, ca. 15-20°. Í dag þegar stutt er í setningarathöfn er hitinn rétt við frostmark sem hefur gert útiveruna þægilegri. 

Snorri Einarsson keppir fyrstur Íslendinga í 30 km skiptigöngu á sunnudag og Freydís Halla Einarsdóttir keppir svo í stórsvigi á mánudag. Við munum flytja fréttir af okkar fólki eins og við getum á meðan leikum stendur.

Hér má sjá allar upplýsingar um keppni á XXIII Vetrarólympíuleikunum í S-Kóreu. Neðst má svo sjá myndir frá æfingum beggja greina að undanförnu.

Minnum á samfélagsmiðlana okkar:
Instragram: skidasamband
Snapchat: skidasamband