PyeongChang 2018 - Snorri Einarsson í 56.sæti

Snorri Einarsson í brautinni í dag. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson í brautinni í dag. Mynd: NordicFocus

Fyrsti íslenski keppandinn til að taka þátt á 23. Vetrarólympíuleikunum var Snorri Einarsson þegar hann tók þátt í 30 km skiptigöngu fyrr í dag. Skiptiganga fer þannig fram að byrjað er að ganga 15 km með hefðbundinni aðferð. Þegar þeim hluta er lokið skipta keppendur um skíði og stafi og ganga svo 15 km með frjálsri aðferð. 

Aðstæður í brautinni voru góðar, stífur og harðpakkaður snjór. Mikill kuldi hefur verið í Suður-Kóreu undanfarna daga og enginn breyting var þar á í dag. Um 13° frost var á mótsstað og þó nokkur vindur.

Snorri Einarsson hóf keppni í dag með númer 48 af alls 68 keppendum sem voru skráðir til leiks. Ræst var með hópstarti og strax í byrjun var mikill hasar í brautinni. Snorri gerði vel í byrjun og náði að vinna sig upp 15 sæti á fyrsta kílómetranum. Eftir það lendir hann í óhappi þegar ól á stafnum slitnar en fljótlega eftir það það fékk hann nýjan staf, sem var þó mun minni en hann notar. Það var svo ekki fyrr en eftir 6 km sem hann fær staf í réttri lengd. Mikil vinna fór í þetta stafavesen og bilið í fyrstu menn orðið langt. Eftir þetta náði hann þó aðeins betri stöðugleika í sína göngu en kuldinn og fleiri atriði voru að trufla hann. Þetta var einfaldlega ekki hans dagur og hefur hann sýnt það fyrr í vetur að hann á mikið inni. Að lokum fór að Snorri endaði í 56.sæti.

Hér að neðan má sjá helstu úrslit og heildarúrslit má nálgast hér.

Snorri keppir næst í 15 km göngu með frjálsri aðferð föstudaginn 16. febrúar. Næsti keppandi sem tekur þátt í skíðagöngu er hins vegar Isak Stianson Pedersen sem keppir í sprettgöngu þriðjudaginn 13. febrúar. 

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Time       Behind  FIS Points
 1  7  3421779 KRUEGER Simen Hegstad  1993  NOR   1:16:20.0     0.00
 2  6  3420228 SUNDBY Martin Johnsrud  1984  NOR   1:16:28.0  +8.0  2.45
 3  5  3420586 HOLUND Hans Christer  1989  NOR   1:16:29.9  +9.9  3.03
 4  16  3482280 SPITSOV Denis  1996  RUS   1:16:32.7  +12.7  3.88
 5  2  3190111 MANIFICAT Maurice  1986  FRA   1:16:34.2  +14.2  4.34
 6  3  3510023 COLOGNA Dario  1986  SUI   1:16:45.1  +25.1  7.67
 7  10  3220002 MUSGRAVE Andrew  1990  GBR   1:16:45.7  +25.7  7.86
 8  4  3100110 HARVEY Alex  1988  CAN   1:16:53.4  +33.4  10.21
 9  22  3150069 JAKS Martin  1986  CZE   1:16:53.8  +33.8  10.33
 10  1  3422819 KLAEBO Johannes Hoesflot  1996  NOR   1:17:03.4  +43.4  13.27
 11  20  3200241 BING Thomas  1990  GER   1:17:03.7  +43.7  13.36
 12  14  3500139 HELLNER Marcus  1985  SWE   1:17:04.8  +44.8  13.69
 13  18  3190302 PARISSE Clement  1993  FRA   1:17:08.6  +48.6  14.86
 14  15  3500015 RICKARDSSON Daniel  1982  SWE   1:17:12.2  +52.2  15.96
 15  41  3190398 LAPIERRE Jules  1996  FRA   1:17:19.1  +59.1  18.07
 16  21  3200205 BOEGL Lucas  1990  GER   1:17:19.9  +59.9  18.31
 17  25  3501223 BURMAN Jens  1994  SWE   1:17:23.9  +1:03.9  19.53
 18  33  3530532 PATTERSON Scott  1992  USA   1:17:27.5  +1:07.5  20.63
 19  8  3180535 NISKANEN Iivo  1992  FIN   1:17:34.2  +1:14.2  22.68
 56  48  3250038 EINARSSON Snorri Eythor  1986  ISL   1:23:33.9  +7:13.9  132.63