PyeongChang 2018 - Isak í 55.sæti í sprettgöngu, besti árangur á ferlinum

Isak í brautinni í dag
Isak í brautinni í dag

Fyrr í dag fór fram sprettganga á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang. Byrjað var á tímatöku sem er undankeppni fyrir úrslitin, en einungis 30 bestu komast í úrslitin. Isak Stianson Pedersen var eini íslenski keppandinn sem tók þátt. Ræsti hann út nr. 71 af alls 80 keppendum en ræst er út eftir stöðu á heimslistanum. Isak átti frábæra göngu og endaði að lokum í 55.sæti og fær hann 102.03 FIS punkta. Eru þetta hans bestu FIS punktar á ferlinum  í sprettgöngu en á heimslista er hann með 165.71 FIS punkta og því um stóra bætingu að ræða. Algjörlega frábær árangur og bæting á stóra sviðinu er ekki sjálfgefin, hvað þá svona stór bæting.

Hér að neðan má sjá helstu úrslit og heildarúrslit má nálgast hér.

Isak hefur nú lokið keppni en þetta var hans eina ganga á leikunum. Næsti íslenski keppandinn í skíðagöngu verður Elsa Guðrún Jónsdóttir sem keppir í 10 km göngu með frjálsri aðferð fimmtudaginn 15. febrúar. Allar upplýsingar um þátttöku íslensku keppendana má sjá hér. 

RankBibFIS CodeNameYearNationTimeBehindFIS Points
 1  9  3180508 HAKOLA Ristomatti  1991  FIN   3:08.54     0.00
 2  19  3422819 KLAEBO Johannes Hoesflot  1996  NOR   3:08.73  +0.19  1.21
 3  5  3482277 BOLSHUNOV Alexander  1996  RUS   3:10.20  +1.66  10.57
 4  27  3290383 RASTELLI Maicol  1991  ITA   3:11.32  +2.78  17.69
 5  12  3500330 PETERSON Teodor  1988  SWE   3:11.55  +3.01  19.16
 6  22  3480739 PANZHINSKIY Alexander  1989  RUS   3:11.63  +3.09  19.67
 7  13  3501255 SVENSSON Oskar  1995  SWE   3:12.02  +3.48  22.15
 8  30  3501346 THORN Viktor  1996  SWE   3:12.19  +3.65  23.23
 9  16  3290326 PELLEGRINO Federico  1990  ITA   3:13.18  +4.64  29.53
 10  1  3500664 HALFVARSSON Calle  1989  SWE   3:13.27  +4.73  30.11
 11  17  3420909 GOLBERG Paal  1990  NOR   3:13.71  +5.17  32.91
 12  8  3421320 IVERSEN Emil  1991  NOR   3:14.36  +5.82  37.04
 13  24  3670007 POLTORANIN Alexey  1987  KAZ   3:14.43  +5.89  37.49
 14  25  3481210 VITSENKO Alexey  1990  RUS   3:14.56  +6.02  38.32
 15  32  3390169 KILP Marko  1993  EST   3:15.05  +6.51  41.43
 16  31  3200210 EISENLAUER Sebastian  1990  GER   3:15.06  +6.52  41.50
 17  11  3510377 HEDIGER Jovian  1990  SUI   3:15.86  +7.32  46.59
 18  7  3420365 BRANDSDAL Eirik  1986  NOR   3:15.95  +7.41  47.16
 19  2  3530120 HAMILTON Simeon  1987  USA   3:16.13  +7.59  48.31
 55  71  3250053 PEDERSEN Isak Stianson  1997  ISL   3:24.57  +16.03  102.03