PyeongChang 2018 - Freydís Halla lauk ekki keppni í stórsvigi

Freydís Halla Einarsdóttir á fleygiferð í brautinni í dag
Freydís Halla Einarsdóttir á fleygiferð í brautinni í dag

Loksins var hægt að halda mót í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í dag. Undanfarið hefur verið mjög hvasst á mótsstað í PyeongChang og þurfti að fresta svigi og stórsvigi kvenna ásamt bruni karla. Í dag fór fram bæði stórsvigi kvenna og brun karla.

Freydís Halla Einarsdóttir tók þátt í stórsviginu og ræsti út nr. 60 af alls 81 keppanda. Eftir fyrri ferðina var hún jöfn í 51.-52.sæti en í seinni ferðinni hlekktist henni á og náði ekki að ljúka keppni. 

Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum stóð uppi sem sigurvegari eftir spennandi keppni. Heildarúrslit má sjá hér.

Á morgun keppir Freydís aftur og þá í svigi. Fyrri ferð hefst kl. 01:00 og sú seinni kl. 04:15 á íslenskum tíma. Freydís Halla verður með rásnúmer 48 af alls 78 keppendum sem koma frá 49 þjóðum. Ráslista fyrir morgundaginn er hægt að nálgast hér.