PyeongChang 2018 - Freydís Halla fánaberi

Freydís Halla Einarsdóttir
Freydís Halla Einarsdóttir

Freydís Halla Einarsdóttir, keppandi í alpagreinum, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018. Setningarhátíðin fer fram að kvöldi 9. febrúar kl. 20:00 að staðartíma (kl. 11:00 á íslenskum tíma) og verður hún sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Freydís er 23 ára, fædd í Reykjavík þann 3. október 1994 og býr nú í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nú nám við Plymouth State háskólann í New Hampshire i Bandaríkjunum.  Hún keppir fyrir skíðdeild Ármanns í Reykjavík og fór fyrst á skíði þegar hún var 5 ára gömul.

Freydís stóð sig mjög vel á árinu 2017. Hún sigraði eitt mót í stórsvigi í Gore Mountain í Bandaríkjunum. Hún náði 6. sæti í svigi á móti í Burke Mountain í Bandaríkjunum, en það mót var hluti af Norðu Ameríku bikarnum. Þá varð hún 15 sinnum á tímabilinu í topp 10 á alþjóðlegum mótum erlendis og þar af fimm sinnum í einu af efstu þremur sætunum. Einnig endaði hún í 11. sæti á bandaríska meistaramótinu í svigi sem var mjög sterkt. Hún varð í níunda sæti í undankeppni Heimsmeistaramótsins í St. Moritz í stórsvigi og fylgdi þeim árangri eftir með því að lenda í 47. sæti í aðalkeppninni. Hún varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari, í stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi síðasta ári og var valin skíðakona ársins.

Hægt verður að fylgjast vel með hópnum á meðan móti stendur í S-Kóreu. Reglulega verða fréttir hér á heimasíðunni og ýmist annað skemmtilegt efni má finna á samfélagsmiðlum sambandsins. Einnig er hægt að sjá ýmislegt gagnlegt á vefsíðu ÍSÍ hér.

Instragram: skidasamband
Snapchat: skidasamband