Nýr landsliðsþjálfari og landslið í skíðagöngu

Skíðasamband Íslands hefur gengið frá ráðningu á Jostein Hestmann Vinjerui sem landsliðsþjálfara í skíðagöngu fyrir komandi tímabil. Jostein hefur undanfarin ár starfað hjá norska skíðasambandinu. Samhliða þjálfun á íslenska landsliðinu er hann með lið í Noregi sem hann þjálfar. Skíðagöngunefndin er gríðarlega ánægð með ráðninguna og er þetta mikilvæg viðbót fyrir umgjörð landsliðsins. 

Einnig hefur skíðagöngunefnd SKÍ í samráði við landsliðsþjálfarann Jostein Vinjerui valið eftirfarandi einstaklinga í landslið á vegum SKÍ tímabilið 2015 til 2016.

A-landslið:

  • Brynjar Leó Kristinsson SKA
  • Sævar Birgisson SÓ

    Helstu verkefni A-landsliðsins eru alþjóðleg mót í Noregi og Svíþjóð auk þess sem keppt verður á heimsbikarmótum.

U-21 hópur:

  • Albert Jónsson SFÍ
  • Dagur Benediktsson SFÍ
  • Jónína Kristjánsdóttir SÓ
  • Sigurður Arnar Hannesson SFÍ

    Helstu verkefni U-21 hópsins verða Bikarmót SKÍ og 1 til 2 FIS mót í Noregi/Svíþjóð auk þess sem YOG í Lillehammer gæti verið möguleiki (er á vegum ÍSÍ).

    Skíðagöngunefnd SKÍ hvetur alla iðkendur til að æfa vel og setja markmiðið hátt. Nefndin áskilur sér rétt til að endurskoða val í landslið eftir ástundun, mæting á samæfingar og árangurs á mótum.