María í 3.sæti og frábærir punktar

María Guðmundsdóttir á verðlaunapallinum í gær
María Guðmundsdóttir á verðlaunapallinum í gær

Áfram heldur María Guðmundsdóttir að standa sig frábærlega, en hún varð í 3.sæti á svigmóti í gærkvöldi sem fór fram í Sky Blue skíðasvæðinu í Montana fylki. Mótið var háskólamót og ræsti María því aftarlega miðað við FIS punktastöðu sína eða númer 32, en á háskólamótunum er ræst eftir háskólastigum. Eins og áður segir stóð hún sig gríðarlega vel og endaði í 3.sæti, en það sem gerir árangurinn en merkilegri er að hún gerði sína bestu FIS punkta á ferlinum eða 18.50 FIS punkta. María er því búin að gera þrjú frábær mót frá áramótum og ætti því að fara í kringum 20 FIS punkta á næsta heimslista og hefur aldrei verið lægri. Ætti þessi árangur að koma henni í kringum 140.-150. sæti á næsta heimslista, en fyrir einungis viku síðan var hún í 210. sæti. María keppti einnig á tveimur stórsvigsmótum síðustu daga og endaði í 19. og 21.sæti og bætti sig lítillega í öðru mótinu.

Hér að neðan eru tíu efstu og hér má sjá heildarúrslit. 

Rank    Bib    FIS code    Name  Year     Nation    Run 1    Run 2    Total Time  Diff.         FIS points   
 1  5  426153 NORBYE Tuva  1996  NOR   55.99  52.87  1:48.86     11.29
 2  7  425921 HAUGEN Kristine Gjelsten  1992  NOR   56.11  53.34  1:49.45  +0.59  15.19
 3  32  255314 GUDMUNDSDOTTIR Maria  1993  ISL   56.60  53.35  1:49.95  +1.09  18.50
 4  18  185267 HONKONEN Jessica  1989  FIN   58.12  52.18  1:50.30  +1.44  20.81
 5  2  206290 HUEBNER Monica  1990  GER   56.74  54.00  1:50.74  +1.88  23.72
 6  10  426069 LYCHE Benedicte Oseid  1994  NOR   57.16  53.60  1:50.76  +1.90  23.86
 7  16  107583 REMME Roni  1996  CAN   57.54  53.41  1:50.95  +2.09  25.11
 8  9  506573 OTTOSSON Sara  1994  SWE   58.15  52.81  1:50.96  +2.10  25.18
 9  6  206464 BREUNING Ann-Kathrin  1992  GER   57.11  53.96  1:51.07  +2.21  25.91
 10  8  426032 TRULSRUD Tonje Healey  1994  NOR   57.81  53.45  1:51.26  +2.40  27.16