María Guðmundsdóttir leggur skíðin á hilluna

María Guðmundsdóttir
María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, hefur tekið þá ákvörðun að hætta keppnisiðkun á skíðum. Undanfarin ár hafa verið erfið hjá Maríu, bæði líkamlega sem og andlega útaf þrálátum meiðslum.

María er einungis 25 ára gömul en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún átt glæsilegan feril í bland við mjög erfið og tíð meiðsl. Hún hefur gengist undir fimm aðgerðir á hægra hné síðan vorið 2012 og eftir hverja aðgerð hefur tekið við löng og ströng endurhæfing.

Eftir miklar vangaveltur og ráðleggirnar við bæði lækna og sjúkraþjálfara, hef ég ákveðið að reyna að horfa fram á við og leggja keppnis skíðin á hilluna í von um að geta lifað heilbrigðu aktívu lífi áfram.“

„Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér í gegnum súrt og sætt, þar af helst fjölskyldunni minni sem hefur verið minn mikilvægasti stuðningur frá upphafi og í gegnum þessa erfiðu ákvörðun. Ég vil líka þakka Skíðasambandi Íslands og öðrum styrktaraðilum fyrir frábæra samvinnu og ómetanlegan stuðning. Ég vonast til að geta látið sjá mig í skíðabrekkunum í nánustu framtíð þó svo það verði ekki á keppnisskíðum.“

Árangur Maríu á ferlinum hefur verið frábær og margt sem hægt væri að telja upp en hér má sjá það helsta.

  • Fjórum sinnum Íslandsmeistari í fullorðinsflokki í svig. Árið 2009 þegar hún var einungis 16 ára gömul og á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki, 2010, 2012 og 2015.
  • Tvisvar Íslandsmeistar í fullorðinsflokki í stórsvigi 2013 og 2015.
  • Tók tvisvar þátt á HM, 2013 í Seefeld og 2015 í Vail.
  • Níu sigrar á alþjóðlegum FIS mótum erlendis og 25 sinnum í verðlaunasæti.
  • Hennar besti árangur var í mars 2016 þegar hún endaði í 4.sæti í Norður-Ameríku bikar, sem er næst sterkasta mótaröð í heimi. Þar fékk hún 12,58 FIS stig og var komin í 86.sæti heimslistans í svigi eftir mótið. Er það besti árangur Íslendings á heimslista í alpagreinum frá því Björgvin Björgvinsson var í 51.sæti vorið 2011.

Skíðasamband Íslands óskar Maríu velfarnaðar í framtíðinni og um leið þakkar fyrir samstarfið í gegnum árin.