Lokamót NCAA lokið

Landsliðskonurnar Freydís Halla Einarsdóttir og María Guðmundsdóttir hafa keppt undanfarna daga á lokamóti NCAA háskólamótaraðarinnar í alpagreinum. Einungis 32 bestu stelpurnar frá öllum háskólum í Bandaríkjunum komust á mótið og því er stórt afrek að komast á mótið. Á miðvikudaginn var keppt í stórsvigi og þar endaði María í 12.sæti en Freydís Halla náði ekki að ljúka fyrri ferð. Á föstudaginn var keppt í svigi og þar endaði Freydís Halla í 12.sæti og María í 18.sæti. 

Heildarúrslit frá lokamótinu má sjá hér

Frá 19.-21.mars munu þær báðar taka þátt í Norður Ameríku bikar sem fram fer í Vail en þar verður keppt á einu stórsvigsmóti og tveimur svigmótum.