Landsliðið í skíðagöngu við keppni í Svíþjóð

A landsliðið í skíðagöngu
A landsliðið í skíðagöngu

Um helgina fer fram Scandinavian Cup mót í Piteå í Svíþjóð. Hluti af A og B landsliðinu í skíðagöngu tekur þátt í mótinu en þau Albert Jónsson, Elsa Guðrún Jónsdóttir, Kristrún Guðnadóttir og Snorri Einarsson taka þátt. Með þeim í för er landsliðsþjálfarinn Vegard Karlstrom og honum til aðstoðar er Steven Gromatka, þjálfari Ísfirðinga.

Scandinavian Cup mótaröðin er gríðarlega sterk og flokkast sem næst sterkasta mótaröð í heimi innan FIS. Snorri Einarsson náði góðum árangri í dag þegar hann endaði í 11.sæti og bætir sig talsvert á heimslistanum með úrslitunum. Aðrir íslenskir keppendur voru aðeins frá sínu besta.

Í gær fór fram 1 km sprettganga með hefðbundinni aðferð. 

Konur
52.sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir 219.51 FIS stig
56.sæti - Kristrún Guðnadóttir 252.95 FIS stig

Karlar
75.sæti - Snorri Einarsson 133.49 FIS stig
135.sæti - Albert Jónsson 356.32 FIS stig

Í dag var keppt í göngu með frjálsri aðferð, konur fóru 10km og karlar 15km.

Konur
51.sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir 175.79 FIS stig
60.sæti - Kristrún Guðnadóttir 239.99 FIS stig

Karlar
11.sæti - Snorri Einarsson 40.17 FIS stig
Albert Jónsson hóf ekki keppni útaf veikindum

Öll úrslit frá mótinu má sjá hér.

Á morgun fer fram síðasta gangan á þessari mótshelgi. Um er að ræða hópstart með hefðbundinni aðferð þar sem konur fara 20km og karlar fara 30km. Karlar hefja leik kl.9:00 og konur kl.11:15. Hægt verður að fylgjast með lifandi tímatöku hér. Einnig verður hægt að horfa á mótið í beinni útsendingu á netinu, en fyrir þá þjónusta þarf þó að greiða fyrir.