Landslið í skíðagöngu fyrir næsta vetur valin

Snorri Einarsson er í A-landsliðinu. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson er í A-landsliðinu. Mynd: NordicFocus

Skíðasamband Íslands hefur valið í A og B landslið í skíðagöngu fyrir keppnistímabilið 2018/2019.

Heimsmeistaramótið í Seefeld (Austurríki) verður hápunktur næsta vetrar en auk þess verður farið í nokkrar æfinga- og keppnisferðir, ásamt því að Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) er á dagskrá. Einnig verður tekið þátt á HM unglinga í fyrsta skipti í langan tíma en það fer fram í Lahti (Finnlandi). Snorri Einarsson verður svo á meðal keppenda í heimsbikar-mótaröðinni, en hún er sú sterkasta í heimi.

A-landslið
Isak Stiansson Pedersen
Snorri Einarsson

B-landslið
Albert Jónsson
Dagur Benediktsson
Kristrún Guðnadóttir

Næsta vetur mun Skíðasamband Íslands standa fyrir ýmsum verkefnum fyrir iðkendur í skíðagöngu. Ekki er um bein landsliðsverkefni að ræða heldur eru þetta verkefni sem allir eiga möguleika á. Hér má sjá frekari upplýsingar um verkefnin og valreglur fyrir stærri viðburði.