Mótaröð Íslandsgöngunnar farin af stað

Fyrsta móti Íslandsgöngunnar er lokið en Hermannsgangan fór fram í Kjarnaskógi við Akureyri laugardaginn 3. febrúar. Til stóð að halda gönguna í Hlíðarfjalli en sökum veðurs var gangan færð í Kjarnaskóg. Aðstæður til keppni voru góðar og var keppt í 4km, 8km og 24km hefðbundum göngum í fallegu umhverfi.
Úrslit göngunnar má sjá hér:
4 km
8 km
24 km

Næsta mót í Íslandsgöngumótaröðinni er Bláfjallagangan sem haldin verður laugardaginn 10. febrúar. Nánari upplýsingar um Bláfjallagönguna má finna hér.

Nánari upplýsingar um Íslandsgönguna má finna hér.