Hólmfríður Dóra í 19.sæti í Norður-Ameríku bikar

Hólmfríður Dóra og Sturla Snær
Hólmfríður Dóra og Sturla Snær

Í gærkvöldi fór fram risasvigskeppni í Nakiska, Kanada. Þar tók Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir þátt í risasvigi og var mótið hluti af Norður-Ameríku bikar sem er álfubikar sem flokkast sem næst sterkustu mótaraðir í heiminum.

Hólmfríður Dóra átti mjög góða ferð og endaði í 19.sæti og fékk 79.98 FIS stig og er það góð bæting á heimlistanum en þar er hún með 89.55 FIS stig. Einnig fær Hólmfríður Dóra 12 stig í stigakeppni Norður-Ameríku bikarsins í risasvigi.

Mánudagur 16.des - Risasvig
19.sæti - Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir (79.98 FIS stig - bæting á heimslista)
Heildarúrslit má sjá hér.

Í kvöld (á íslenskum tíma) fer fram stórsvig og þar munu bæði Hólmfríður Dóra og Sturla Snær taka þátt. Hægt verður að fylgjast með lifandi tímatöku og sjá úrslit hér.