HM unglinga - Stórsvigi karla lauk í dag

Fyrr í dag fór fram stórsvig karla á HM unglinga sem fram fer í Davos í Sviss. Tveir íslenskir keppendur voru á meðal þátttakenda, en það voru þeir Björn Ásgeir Guðmundsson og Georg Fannar Þórðarson. Því miður tókst þeim hvorugum að ljúka keppni en Georg Fannar kláraði ekki fyrri ferð og Birni Ásgeiri tókst ekki að ljúka þeirri síðari.

Hér eru heildar úrslit frá mótinu í dag.

Á morgun fer fram svig og verður hægt að sjá lifandi tímatöku hér. Einnig er bein útsending frá mótinu á heimasíðu mótshaldara, hana má sjá hér.