Hilmar fyrstur Íslendinga með sigur í heimsbikarnum!

Hilmar Snær Örvarsson varð í dag fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á heimsbikarmótaröð IPC í alpagreinum! Hilmar er staddur í Zagreb þar sem heimsbikarmótið í svigi fer fram. Hilmar var annar eftir fyrri ferðina í dag en glæsileg frammistaða í seinni ferð dagsins skilaði honum sigri!

Mótið var í beinni útsendingu hjá Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) og hér á 42. mínútu má sjá síðari keppnisferð Hilmars í dag. Á eftir tekur Hilmar við sigurlaununum en fögnuðurinn má ekki standa of lengi því annar keppnisdagur hefst strax í fyrramálið og þá er það annar keppnisdagur í svigi á heimsbikarmótaröðinni.

Skíðasamband Íslands óskari Hilmari til hamingju með þennan glæsilega árangur!

Nánar má sjá á heimasíðu Íþróttasambands Fatlaðra.