Georg og Katla taka þátt í FIS æfingabúðum

Georg Fannar Þórðarson og Katla Björg Dagbjartsdóttir
Georg Fannar Þórðarson og Katla Björg Dagbjartsdóttir

Tveir íslenskir iðkendur úr alpagreinum hafa tekið þátt í FIS æfingabúðum undanfarið.

FIS æfingabúðir eru hluti af þróunarstarfi fyrir litlu þjóðirnar innan FIS. SKÍ býðst að senda tvo þátttakendur, einn af hvoru kyni, í æfingabúðirnar sem eru fyrir aldurinn 16-20 ára. FIS sér svo um allar æfingar, gistingu og ferðalög á meðan æfingabúðirnar standa yfir. 

Þátttakendur frá SKÍ eru þau Georg Fannar Þórðarson og Katla Björg Dagbjartsdóttir.

Æfingabúðirnar hófust þann 17.nóvember síðastliðinn og standa yfir til 14.desember en æft er á nokkrum stöðu í mið-Evrópu eða í ölpunum. Ferðin hófst á Pitztal jöklinum þar sem þau voru í nokkra daga áður en þau færðu sig yfir til Ítalíu. Mikið er lagt uppúr æfingum og eru reyndir þjálfarar á vegum FIS sem sjá um þær. Þau tóku þátt á fjórum svigmótum á Ítalíu og bættu þau sig bæði á heimslista, þar sem Katla Björg nældi sér meðal annars í ein silfurverðlaun.

30.-1.des 2019 - Passo Monte Croce, Ítalía
Katla Björg Dagbjartsdóttir endaði í 2.sæti en náði ekki að ljúka hinu mótinu.
Georg Fannar Þórðarson endaði í 24. og 31.sæti.
Öll úrslit má sjá hér.

7.-8.des 2019 - Sulden Soldan, Ítalía
Katla Björg Dagbjartsdóttir endaði í 9.sæti en náði ekki að ljúka hinu mótinu.
Georg Fannar Þórðarson endaði í 18.sæti en náði ekki að ljúka hinu mótinu.
Öll úrslit má sjá hér.