Fyrsta bikarmóti vetrarins í skíðagöngu lokið

Um helgian fór fram fyrsta bikarmót vetrarins í skíðagöngu en það fór fram á Ísafirði. Á föstudeginum var keppt í sprettgöngu, á laugardeginum í skiptigöngu og á sunnudeginu í göngu með frjálsri aðferð. Keppni í skiptigöngu á laugardeginum gildar sem Íslandsmeistaramót í skiptigöngu. 

Í kvennaflokki sigrað Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar þrefalt en í karlaflokknum var aðeins meiri spenna. Albert Jónsson frá Ísafirði sigraði á í sprettgöngunni og göngu með frjálsri aðferð en landsliðmaður Sævar Birgisson vann skiptigönguna. Elsa Guðrún og Sævar urðu því Íslandsmeistarar í skiptigöngu um helgina. 

Öll úrslit frá mótinu má sjá hér

Næsta bikarmót í skíðagöngu fer fram í Reykjavík 12.-14. febrúar næstkomandi.