Freydís Halla út í fyrri og HM lokið

Aðalkeppni kvenna í svigi fór fram í dag og var Freydís Halla Einarsdóttir meðal þátttakenda. Freydís Halla hóf leik númer 58 í röðinni en tókst því miður ekki að ljúka fyrri ferðinni. Fljótlega eftir að Freydís komst í brattast kafla brautarinnar krækti hún eitt hlið og var því úr leik. Vonbrigði fyrir Freydísi að ná ekki að klára svigið en það er hennar aðal grein. Þrátt fyrir þetta getur Freydís Halla verið stolt af sínum árangri. Í undankeppni í stórsviginu náði hún að bæta heimslistastöðu sína og í aðalkeppninni náði hún sínum besta árangri á HM. 

Öllum keppnum hjá konum er því lokið en einungis er svig karla eftir á morgun.

Heildarúrslit má sjá hér