Freeride keppni á Siglufirði

Dagana 11.-14. apríl verður skíða og snjóbretta helgi á Siglufirði. Aðal viðburður helgarinnar verður Freeride keppni á bæði skíðum og snjóbrettum. Freeride er keppni þar sem keppendur renna sér utan troðinna leiða frá punkti A til B þar sem leiðarval er undir keppendum komið.
Keppt verður í unglinga (14-17 ára) og fullorðinsflokkum.
Nánari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu The Empire.
Einnig eru upplýsingar á fésbókarsíðu keppninnar.