Fimmtán þjálfarar útskrifaðir af 2.stigi

Undanfarið hefur Skíðasambandið verið að taka til í fræðslumálum og fór fyrsta námskeið vetrarins í alpagreinum fram í Reykjavík um síðustu helgi. Nýverið hófu SKÍ og Bandaríska skíðasambandinu samstarf um námsefni og kennslu á 2. og 3.stigi í alpagreinum. Námskeiðið gekk vel í alla staði um helgina og hægt að fullyrða að samstarfið sé mikið heillaspor. Var námskeiðið sérgreina hluti af 2.stigi þjálfunarmenntunar, en SKÍ sér um sérgreina hlutan og ÍSÍ sér um almenna hlutan. Kennari á námskeiðinu var Ron Kipp, en hann er fræðslustjóri alpagreina hjá Bandaríska skíðasambandinu og hefur unnið með keppendum eins og Bode Miller og Aksel Lund Svindal. 

Námskeiðið var þrír heilir dagar í verklegri og bóklegri kennslu. Veðrið í Bláfjöllum gerð þátttakendum erfitt fyrir í verklega hlutanum en þó náðist að klára það á endanum. Farið var ýtarlega í brautarlögn og efni tengt taktík og þjálfunarumhverfinu ásamt fleiru. 

Næsta námskeið í alpagreinum verður í vor samkvæmt plani en þá verður Þjálfari 1 haldið og verður það auglýst síðar.