Elsa Guðrún sigraði í undankeppninni á HM

Í dag fóru fram undankeppnir á HM í skíðagöngu sem fram fer í Lahti í Finnlandi. Elsa Guðrún Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði undakeppnina og það með yfirburðum. Í upphafi móts var Elsa Guðrún með áttundu bestu punktastöðuna inní undankeppnina og því leit út fyrir að það yrði hörku keppni um að komast í topp 10. Altt frá upphafi gekk Elsa Guðrún frábærlega og að lokum sigraði hún með rúmlega 20 sekúndum og er því komin í aðalkeppnirnar. Fyrir mótið fær Elsa Guðrún 126.83 FIS punkta sem eru hennar bestu á ferlinum.

Hjá körlum kepptu þeir Albert Jónsson, Byrnjar Leó Kristinsson og Sævar Birgisson. Enginn af þeim varð á meðal topp 10 og því komst enginn þeirra áfram. Sævar var framan af framarlega en endaði að lokum í 13.sæti. Albert Jónsson var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti og endaði í 18.sæti og Brynjar Leó Kristinsson endaði í 23.sæti.

Öll úrslit má sjá hér.

Á morgun verður keppt í sprettgöngu og hefst keppni kl.15 að staðartíma. Elsa Guðrún ræsir númer 67, Sævar nr. 89, Albert nr. 107 og Brynjar Leó nr. 114. 

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Time   Behind FIS Points
 1  26  3255002 JONSDOTTIR Elsa-Gudrun  1986  ISL   15:23.9     126.83
 2  28  3095087 OKORO Nansi  1999  BUL   15:44.0  +20.1  144.23
 3  32  3045074 PAUL Katerina  1996  AUS   15:58.1  +34.2  156.44
 4  34  3725008 CHINBAT Otgontsetseg  1991  MGL   16:04.4  +40.5  161.90
 5  31  3385037 SKENDER Gabrijela  1999  CRO   16:18.6  +54.7  174.19
 6  23  3555030 AUZINA Kitija  1996  LAT   16:18.8  +54.9  174.37
 7  27  3745008 GALSTYAN Katya  1993  ARM   16:21.7  +57.8  176.88
 8  30  3235029 NTANOU Maria  1990  GRE   16:47.1  +1:23.2  198.87
 9  35  3725014 ARIUNSANAA Enkhtuul  1996  MGL   16:47.5  +1:23.6  199.22
 10  25  3095088 EMILOVA Vanesa  2000  BUL   16:52.9  +1:29.0  203.89