Elsa Guðrún í 67.sæti í hefðbundinni göngu á HM

Elsa Guðrún Jónsdóttir í brautinni í dag
Elsa Guðrún Jónsdóttir í brautinni í dag

Fyrr í dag fór fram 10 km ganga með hefðbundinni aðferð hjá konum á HM í norrænum greinum. Aðstæður til keppni í dag voru nokkuð erfiðar en hiti er kominn í Lahti og til skiptist hefur verið rigning eða snjókoma.

Elsa Guðrún Jónsdóttir keppti í dag og endaði í 67.sæti. Hún gekk virkilega vel í dag en var orðin nokkuð þreytt þegar kom í seinni hlutann vegna þess hversu þungt færið var. 

Heildarúrslit má sjá hér.

Elsa Guðrún hefur því lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti og hefur staðið sig virkilega vel. Snorri Einarsson keppir á morgun í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð og hefst keppnin kl.13:45 að staðartíma (kl.11:45 á Íslandi), en það er síðasta gangan sem íslenskur keppandi tekur þátt í. Snorri hefur rásnúmer 17 og leggur af stað kl.13:53:30 að staðartíma. Gangan verður í beinni útsendingu á RÚV en einnig verður hægt að sjá lifandi tímatöku hér.