Benedikt í 3. sæti í Austurríki

Aðstæður voru flottar í Penken Park um helgina!
Aðstæður voru flottar í Penken Park um helgina!

Benedikt Friðbjörnsson, snjóbrettamaður úr SKA, keppti um helgina á Penken Battle snjóbrettamótinu á Q-Parks mótaröðinni í Penken Park í Austurríki.

Keppt var í brettastíl (slopestyle) og náði Benedikt að landa 3. sætinu í flokk fullorðinna, þar sem hann náði sinni bestu ferð uppá 83.50 stig

Alls voru 29 keppendur skráðir til leiks í flokki fullorðinna.  Úrslitin úr mótinu má sjá nánar hér.

Sannarlega flottur árangur hjá Benna!