Snjóbretti - Baldur og Marinó sigruðu báðir í Noregi

Marinó Kristjánsson fagnar hér sigrinum í Noregi í gær
Marinó Kristjánsson fagnar hér sigrinum í Noregi í gær

Snjóbrettamennirnir Baldur Vilhelmsson úr SKA og Marinó Kristjánsson úr Breiðabliki héldu áfram að gera virkilega góða hluti á Norges Cup mótaröðinni, í Noregi um helgina. 

Mótið fór fram í Dombås í Noregi og var keppt í brettastíl (slopestyle).  Gerðu félagarnir sér lítið fyrir og sigruðu báðir sinn flokk.  

Marinó sigraði í flokki fullorðina og Baldur í flokki unglinga 18 ára og yngri (U18).  Marinó náði að landa sigrinum með sinni bestu ferð uppá 78.00 stig og Baldur sínum sigri með bestu ferð uppá 80.75 stig

Baldur sigraði einnig heildarkeppni mótsins og Marinó náði þar 2. sætinu.

Nánari úrslit og myndir frá mótinu má sjá hér

Sannarlega frábær árangur hjá þeim, sem mun skila þeim áfram og enn hærra upp heimslista WSPL.