Baldur með tvöfaldan sigur í Noregi

Baldur efstur á verðlaunapallinum í Kirkerud um helgina
Baldur efstur á verðlaunapallinum í Kirkerud um helgina

Snjóbretti -  Baldur Vilhelmsson úr SKA og Marinó Kristjánsson úr Breiðabliki voru meðal keppenda snjóbrettamóti á Norges Cup mótaröðinni í Kirkerud í Noregi um helgina.

Á laugardag fór fram keppni í brettastíl (slopestyle) og þar gerði Baldur sér lítið fyrir og sigraði U18 (Junior) flokkinn með glæsibrag, með bestu ferð uppá 81.25 stig.  Í gær, sunnudag, var svo keppni í risastökki (big air) á sama stað og Baldur endurtók leikinn þar og sigraði mótið í U18 (Junior) flokknum með stökk uppá 90.00 stig.  Úrslitin úr mótunum má sjá nánar hér: brettastíll / risastökk.  Í heildarkeppninni náði Baldur 2. sætinu í brettastíl og 3. sætinu í risastökki.

Marinó Kristjánsson keppti einnig á mótinu, í flokki fullorðina.  Marinó náði að landa 3. sætinu í brettastíl á laugardag, með bestu ferð uppá 75.50 stig.  Í gær, sunnudag, náði hann svo einnig að landa  3. sætinu í risastökki með stökk uppá 89.00 stig.  Úrslitin úr mótunum má sjá nánar hér: brettastíll / risastökk.  Með þessu náði Marinó 5. sætinu í heildarkeppninni í brettastíl og 4. sætinu í risastökki.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim félögum í Noregi um helgina og má gera ráð fyrir að þetta skili þeim áfram upp heimslistann, sem verður uppfærður síðar í vikunni.