Anna Kamilla og Baldur Íslandsmeistarar í snjóbrettafimi

Kvennaflokkur
Kvennaflokkur

Eftir að keppni lauk í risastökki (big air) fyrr í dag tók við keppni í snjóbrettafimi (slopstyle). Farnar voru tvær ferðir og gilti betri ferðina til stiga. Í brautinni voru fimm atriði sem þurfti að vera í gegnum, tveir stökkpallar og þrjú rail.

Hjá konunum var Anna Kamilla í miklum sérflokki og fékk 51,3 stig fyrir betri ferðina sína. Næst kom Alís Helga Daðadóttir með 10 stig og Júlíetta Iðunn Tómasdóttir í 3.sæti með 7 stig. Hjá körlunum var spennan meiri en Baldur Vilhelmsson sigraði með 77 stig og næstur kom Benedikt Friðbjörnsson með 71,7 stig og í 3.sæti varð Arnór Dagur Þóroddsson með 61 stig.

Hér að neðan má sjá Íslandsmeistara í öllum flokkum.

Konur
1. Anna Kamilla Hlynsdóttir - BFH
2. Alís Helga Daðadóttir - SKA
3. Júlíetta Iðunn Tómasdóttir - SKA

Karlar
1. Baldur Vilhelmsson - SKA
2. Benedikt Friðbjörnsson - SKA
3. Arnór Dagur Þóroddsson - BFH

U17 stúlkur
1. Anna Kamilla Hlynsdóttir - BFH

U17 drengir
1. Benedikt Friðbjörnsson - SKA
2. Arnór Dagur Þóroddsson - BFH
3. Einar Ágúst Ásmundsson - BFH

U15 stúlkur
1. Alís Helga Daðadóttir - SKA
2. Júlíetta Iðunn Tómasdóttir - SKA
3. Rakel Þóroddsdóttir - BFH

U15 drengir
1. Reynar Hlynsson - BFH
2. Skírnir Daði Arnarsson - SKA
3. Arnar Bjarki Björgvinsson - BFF

Heildarúrslit má sjá hér.