Albert byrjar veturinn af krafti - bestu mótin á ferlinum

Albert Jónsson
Albert Jónsson

Um helgina fór fram alþjóðlegt FIS mót í Idre, Svíþjóð. Keppt frá föstudegi til sunnudags og voru farnar tveir keppnir í lengri vegalengdum og ein keppni í sprettgöngu. Landsliðsmennirnir Albert Jónsson og Dagur Benediktsson voru báðir meðal keppenda og stóðu sig gríðarlega vel.

Albert Jónsson átti frábærar 15 km göngur, eina á föstudag og aðra í dag. Í dag endaði hann í 25.sæti og fékk 78.87 FIS stig sem eru hans bestu FIS stig á ferlinum en á heimslista FIS er hann með í dag 118.04 FIS stig. Þrjú bestu mót Albert á ferlinum hafa komið í upphafi þessa keppnistímabils, þannig að það má með sanni segja að Albert byrji veturinn af krafti.

Dagur Benediktsson átti einnig flotta helgi og gerði næst besta mótið sitt á ferlinum með 115.56 FIS stigum á föstudaginn, en það er nokkur bæting en í dag er Dagur með 134.09 FIS stig. Að sama skapi átti Dagur fína sprettgöngu og bætti sig aðeins miðað við heimslista.

Föstudagur 6.des - 15 km C
43.sæti - Albert Jónsson (88.68 FIS stig - bæting á heimslista)
71.sæti - Dagur Benediktsson (115.56 FIS stig - bæting á heimslista)

Laugardagur 7.des - 1,2 km F sprettur
62.sæti - Dagur Benediktsson (177.28 FIS stig - bæting á heimslista)
83.sæti - Albert Jónsson (233.57 FIS stig)

Sunnudagur 8.des - 15 km F
25.sæti - Albert Jónsson (78.87 FIS stig - bæting á heimslista)
59.sæti - Dagur Benediktsson (131.30 FIS stig - bæting á heimslista)

Öll úrslit frá Idre má sjá hér.