Æfingabúðir á Snæfellsjökli

Um helgina voru skíðaæfingar á vegum Ski-racers á Snæfellsjökli. Ski-racers er einkaframtak sem bíður upp á æfingabúðir 2-4 sinnum á ári. Á jöklinum voru yfir 30 iðkendur allstaðar af landinu á aldrinum 10-18 ára ásamt 5 þjálfurum. Engin nothæf lyfta er á jöklinum og var því notast við vélsleða til að koma mannskapnum upp. Aðstæður voru góðar á laugardeginum en þoka og rigning gerði það að verkum að ekkert var skíðað á sunnudegi.
Flott framtak hjá Ski-racers sem hefur það að markmiðið að koma iðkendum og foreldrum allstaðar af landinu saman og skíða, læra og hafa gaman.