Húsavík


Skíðasvæði Húsavíkur eru við bæjardyrnar. Á Reykjaheiði er kjörlendi gönguskíðafólks og umhverfis Botnsvatn og í Aðaldalshrauni gefast einnig tækifæri til skíðagöngu. Snjóbrettaiðkendur sækja á toppinn á Húsavíkurfjalli, en í Stöllum (efra svæði) er bratt og krefjandi svæði. Lyftan í Skálamelnum (neðra svæði) er í göngufæri frá miðbænum og er tilvalin fyrir börn og byrjendur.